Jafnréttisúttekt á íþróttastarfsemi

Málsnúmer 2018020173

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 24. fundur - 15.02.2018

Til umræðu að gerð verði jafnréttisúttekt á starfsemi stærstu íþrótta- og tómstundafélaga á Akureyri.
Frístundaráð tekur jákvætt í að slík úttekt verði gerð. Er deildarstjóra íþróttamála og sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 35. fundur - 22.08.2018

Lagður fram til kynningar samningur við RHA vegna jafnréttisúttektar á íþróttastarfsemi. Markmið verkefnisins er að gera jafnréttisúttekt á íþróttastarfi á Akureyri. Í því felst að meta jafnrétti kynjanna þegar kemur að íþróttaiðkun barna- og ungmenna (18 ára og yngri) hjá íþróttfélögum á Akureyri.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Arnar Þór Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.

Frístundaráð - 53. fundur - 03.04.2019

Anna Soffía Víkingsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri kynnti niðurstöður úr jafnréttisúttekt á íþróttastarfsemi.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu samfélagssviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Önnu Soffíu fyrir góða kynningu.

Frístundaráð óskar eftir því að ÍBA vinni málið áfram og niðurstöðurnar verði kynntar ÍBA og aðildarfélögum þess.