Íþróttafélagið Akur - bogavöllur 2018 - nýtt útisvæði bogfimideildar Akurs

Málsnúmer 2018050117

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 32. fundur - 24.05.2018

Erindi dagsett 9. maí 2018 frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd bogfimideildar Akurs þar sem óskað er eftir nýju útiæfingasvæði fyrir félagið.
Frístundaráð tekur vel í að fundið verði útisvæði fyrir bogfimiíþróttina en samþykkir að vísa erindinu til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Á fundi frístundaráðs 24. maí 2018 var tekið fyrir erindi frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA fyrir hönd bogfimideildar Akurs dagsett 9. maí þar sem óskað er eftir nýju útiæfingasvæði fyrir félagið. Er óskað eftir að fá að nýta svæði norðan iðnaðarsvæðis Gámaþjónustunnar. Var bókað að frístundaráð tæki vel í að fundið verði útisvæði fyrir bogfimiíþróttina en samþykkt að vísa erindinu til skipulagsráðs.
Að mati skipulagsráðs þarf að liggja betur fyrir hvernig öryggi er tryggt í tengslum við starfsemina. Afgreiðslu frestað þar til nánari gögn liggja fyrir ásamt umsögn hverfisráðs Giljahverfis.

Frístundaráð - 76. fundur - 06.05.2020

Erindi dagsett 7. apríl 2020 frá Jóni Heiðari Jónssyni formanni Akurs þar sem stjórn Akurs óskar eftir því að Akureyarbær tryggi reglulegan garðslátt á því svæði Bílaklúbbs Akureyrar þar sem bogfimiæfingar Akurs fara fram sumarið 2020.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að tryggja slátt á svæði Bílaklúbbsins fyrir utanhússæfingar bogfimideildar Akurs.