Skautafélag Akureyrar - umsókn um framkvæmdir við félagsaðstöðu í Skautahöllinni samhliða framkvæmdum við gólfplötu

Málsnúmer 2014030020

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 147. fundur - 13.03.2014

Erindi dags. 24. febrúar 2014 frá Sigurði S. Sigurðssyni formanni Skautafélags Akureyrar vegna framkvæmda við félagsaðstöðu í Skautahöllinni samhliða framkvæmdum við gólfplötu 2015.
Sigurður S. Sigurðsson mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Sigurði fyrir komuna.

Íþróttaráð óskar eftir því að Fasteignir Akureyrarbæjar kostnaðargreini hugmyndir Skautafélagsins við framkvæmdir í Skautahöllinni. Kostnaðargreining verður í framhaldinu lögð fyrir íþróttaráð sem tekur þá ákvörðun varðandi beiðni Skautafélagsins.

Íþróttaráð - 152. fundur - 10.07.2014

Kostnaðargreining á framkvæmdum og hugmyndum Skautafélags Akureyrar í Skautahöllinni lagðar fram samanber bókun íþróttaráðs á 147. fundi sínum þann 13. mars 2014.
Guðni Helgason framkvæmdarstjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Guðna fyrir komuna á fundinn.

Íþróttaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Íþróttaráð - 153. fundur - 14.08.2014

Erindi dagsett 24. febrúar 2014 frá ÍBA og SA tekið fyrir að nýju eftir að afgreiðslu var frestað á síðasta fundi ráðsins. Umræður um kostnaðargreiningu á framkvæmdum og hugmyndum Skautafélags Akureyrar í Skautahöllinni.
Málið var fyrst á dagskrá ráðsins 13. mars 2014.
Þóra Leifsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Þóru fyrir komuna á fundinn.

Íþróttaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Frístundaráð - 32. fundur - 24.05.2018

Erindi dagsett 25. apríl 2018 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra SA þar sem óskað er eftir fundi með frístundaráði varðandi æfinga- og félagsrými í Skautahöllinni.

Á fundinn mættu fulltrúar SA, þau Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri og Birna Baldursdóttur formaður aðalstjórnar.

Frístundaráð þakkar veittar upplýsingar og beinir þeim tilmælum til SA að eiga samtal við ÍBA vegna málsins.

Frístundaráð - 45. fundur - 07.12.2018

Erindi dagsett 16. nóvember 2018 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir afstöðu frístundaráðs til að klára þær framkvæmdir í Skautahöllinni á árinu 2019 sem hófust árið 2016.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.