Umræður um aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðamaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur velferðarráði að endurskoða aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.
Jafnframt felur bæjarráð forstöðumanni mannauðsdeildar og sviðsstjóra samfélagssviðs að endurskoða þá þætti í mannauðsstefnu og jafnréttisstefnu sem lúta að kynbundnu áreiti og ofbeldi.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs lagði fram til kynningar drög að endurnýjaðri aðgerðaráætlun vegna kynbundins ofbeldis og ofbeldis gegn börnum.
Endurskoðuð aðgerðaráætlun fyrir árin 2018-2020 gegn kynbundnu ofbeldi var rædd. Velferðarráð ber ábyrgð á aðgerðaráætluninni, framkvæmd hennar og eftirfylgd.
Jafnframt felur bæjarráð forstöðumanni mannauðsdeildar og sviðsstjóra samfélagssviðs að endurskoða þá þætti í mannauðsstefnu og jafnréttisstefnu sem lúta að kynbundnu áreiti og ofbeldi.