Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum

Málsnúmer 2017110400

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3578. fundur - 30.11.2017

Umræður um aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðamaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur velferðarráði að endurskoða aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.

Jafnframt felur bæjarráð forstöðumanni mannauðsdeildar og sviðsstjóra samfélagssviðs að endurskoða þá þætti í mannauðsstefnu og jafnréttisstefnu sem lúta að kynbundnu áreiti og ofbeldi.

Velferðarráð - 1267. fundur - 06.12.2017

Lögð var fram tilmæli bæjarráðs um endurskoðun aðgerðaráætlunar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að hefja undirbúning endurskoðunar gegn kynbundnu ofbeldi.

Velferðarráð - 1277. fundur - 02.05.2018

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs lagði fram til kynningar drög að endurnýjaðri aðgerðaráætlun vegna kynbundins ofbeldis og ofbeldis gegn börnum.

Fræðsluráð - 12. fundur - 18.05.2018

Endurskoðuð aðgerðaráætlun fyrir árin 2018-2020 gegn kynbundnu ofbeldi var rædd. Velferðarráð ber ábyrgð á aðgerðaráætluninni, framkvæmd hennar og eftirfylgd.

Frístundaráð - 32. fundur - 24.05.2018

Drög að nýrri aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum lögð fram til kynningar.

Velferðarráð - 1279. fundur - 06.06.2018

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum lögð fyrir að nýju. Málið var síðast á dagskrá ráðsins þann 2. maí sl.
Velferðarráð samþykkir aðgerðaráætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til bæjarstjórnar.

Velferðarráð - 1290. fundur - 05.12.2018

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum var samþykkt í velferðarráði 6. júní 2018.

Tekin fyrir að nýju til samþykktar af nýju velferðarráði.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir aðgerðaráætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3446. fundur - 11.12.2018

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. desember 2018:

Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum var samþykkt í velferðarráði 6. júní 2018.

Tekin fyrir að nýju til samþykktar af nýju velferðarráði.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir aðgerðaráætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni áfram til bæjarstjórnar.

Dagbjört Elín Pálsdóttir tók til máls og kynnti aðgerðaáætlunina.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Dagbjört Elín Pálsdóttir og Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða áætlun með 11 samhljóða atkvæðum.