5 á dag - lýðheilsuverkefni

Málsnúmer 2017110063

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 17. fundur - 09.11.2017

Forvarna- og félagsmálafulltrúar óska eftir fjármagni til að hrinda af stað lýðheilsuverkefni sem felst í birtingu auglýsinga á strætisvögnum Akureyrarbæjar. Verkefnið snýst um að kynna fyrir almenningi 5 einföld skref sem stuðla að bættri geðheilsu.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir erindið og fagnar framtakinu.