Fjárhagsáætlun frístundaráðs 2018

Málsnúmer 2017060007

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 9. fundur - 08.06.2017

Umræða um helstu verkefni ráðsins vegna starfsáætlunar 2018.

Farið var yfir starfsáætlun fyrir árið 2017 og hvað hafi nú þegar áunnist á verkefnalista ársins.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála fóru yfir helstu verkefni á þeirra deildum og settu fram hugmyndir að verkefnum fyrir starfsáætlun 2018.Frístundaráð - 10. fundur - 14.06.2017

Áframhaldandi umræða um starfsáætlun frístundaráðs.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála og Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sátu fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjóra og deildarstjórum falin áframhaldandi vinna við starfsáætlun og lista upp drög að verkefnum ársins 2018. Frístundaráð óskar eftir að starfsmenn skoði hvort hægt sé að nýta húsnæði fyrir tómstundastarf betur en gert er í dag.

Frístundaráð - 11. fundur - 31.08.2017

Forstöðumaður Hlíðarfjalls lagði fram tillögu að gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir skíðaveturinn 2017-2018. Tillagan er að hafa óbreytta gjaldskrá.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir umræðu um gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Undir þessum lið var einnig var farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun íþróttadeildar 2018-2020.
Frístundráð samþykkir óbreytta gjaldskrá í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2017-2018 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3566. fundur - 07.09.2017

1. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 31. ágúst 2017:

Forstöðumaður Hlíðarfjalls lagði fram tillögu að gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir skíðaveturinn 2017-2018. Tillagan er að hafa óbreytta gjaldskrá.

Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sat fundinn undir umræðu um gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Undir þessum lið var einnig var farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun íþróttadeildar 2018-2020.

Frístundráð samþykkir óbreytta gjaldskrá í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2017-2018 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir óbreytta gjaldskrá í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2017-2018.

Frístundaráð - 13. fundur - 14.09.2017

Umræða um fjárhags- og starfsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2018.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar mætti á fundinn undir þessu lið.

Frístundaráð samþykkir tillögur að gjaldskrárbreytingum í íþróttamannvirkjum nema hjá Sundlaug Akureyrar. Þar samþykkir ráðið að leggja til að gjaldskrá verði óbreytt nema liðurinn "leiga á innilaug". Er forstöðumanni falið að koma með nánari útfærslu á þessum lið.Elín H. Gísladóttir vék af fundi kl. 15:15.Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála mætti á fundinn kl. 15:20.

Kjarasamninganefnd hafði óskað eftir því að frístundaráð tæki til endurskoðunar fyrirkomulag átaksverkefna fyrir sumarvinnu 17 - 25 ára. Lagt var fram minnisblað sviðsstjóra samfélagssviðs vegna þessa.

Ráðið samþykkir að beina því til bæjarráðs að 17 ára ungmenni eigi framvegis að tilheyra Vinnuskóla Akureyrar. Að öðru leyti verði sumarátak með óbreyttu sniði.Alfa Aradóttir vék af fundi kl. 15:40.Frístundaráð samþykkir endurskoðað framkvæmdayfirlit íþróttamála 2018 - 2021 og vísar því til umhverfis- og mannvirkjaráðs.Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keypt verði ný tímaklukka í íþróttahöllina.Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að tímabundið verði ráðinn verkefnastjóri til að sinna verkefnum í jafnréttisstefnu bæjarins.Frístundaráð - 14. fundur - 28.09.2017

Umræða um fjárhags- og starfsáætlun frístundaráðs 2018.
Frístundaráð samþykkir hækkun á gjaldskrá fyrir Rósenborg, Punktinn og Víðilund og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.Á næsta ári er rekstur í Hlíðarfjalli að lækka um rúmar 30,4 milljónir króna vegna afskrifta á stólalyftunni Fjarkanum. Frístundaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá að nota þessa upphæð til að hækka frístundastyrk úr kr. 20.000 pr. barn upp í kr. 30.000 pr. barn. Kostnaðarauki við þessa tillögu er rúmar kr. 25.102.000. Einnig óskar ráðið eftir því að fá eitt viðbótarstöðugildi til að ráða starfsmann sem sinnir verkefnum þvert á deildir samfélagsssviðs. Kostnaður kr. 5.000.000.Fjárhagsrammi fyrir málaflokk 106 vegna ársins 2018 er kr. 2.005.232.000 og er framlögð fjárhagsáætlun innan þess ramma.Frístundaráð samþykkir framlagða fjárhags- og starfsáætlun 2018 og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.

Frístundaráð - 17. fundur - 09.11.2017

Á fundi frístundaráðs þann 14. september sl. voru til umfjöllunar gjaldskrármál íþróttamannvirkja. Ráðið samþykkti að fela Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar að útfæra tillögu vegna leigu á innilaug. Elín mætti á fundinn og kynnti tillögur sínar.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir eftirfarandi leigugjald fyrir innilaugina:

5.000 kr. fyrir námskeið þar sem fjöldi þátttakenda eru undir 10.

6.000 kr. fyrir námskeið þar sem fjöldi þátttakenda eru 10 - 15.

7.000 kr. fyrir námskeið þar sem fjöldi þátttakenda eru 16 eða fleiri.

Frístundaráð - 18. fundur - 23.11.2017

Farið yfir fjárhagsáætlun frístundaráðs á milli umræðna í bæjarstjórn.
Umræður um fjárhagsáætlun.Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundarmála sat fundinn undir þessum lið.