Súlur Björgunarsveitin á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2016060026

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 186. fundur - 09.06.2016

Lagt fram erindi dagsett 30. maí 2016 frá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, undirritað af Magnúsi Viðari Arnarssyni formanni. Sótt er um rekstrarstyrk til næstu þriggja ára.
Ráðið felur framkvæmdastjóra að vinna að nýjum samningi við Súlur, björgunarsveit í samráði við bæjarráð og bæjarstjóra.

Samfélags- og mannréttindaráð - 189. fundur - 20.09.2016

Erindið tekið fyrir að nýju og drög að samningi um rekstrarstyrk við Súlur lögð fram. Erindið var síðast á dagskrá ráðsins 9. júní 2016.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir endurnýjun samnings við Björgunarsveitina Súlur með hækkun upp á kr. 330.000. Ráðið vísar ósk um viðbótarfjármagn vegna hækkunarinnar til bæjarráðs.
Vilberg Helgason V-lista vék af fundi kl. 09:34.

Bæjarráð - 3524. fundur - 06.10.2016

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 20. september 2016:

Erindið tekið fyrir að nýju og drög að samningi um rekstrarstyrk við Súlur lögð fram. Erindið var síðast á dagskrá ráðsins 9. júní 2016.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir endurnýjun samnings við Björgunarsveitina Súlur með hækkun upp á kr. 330.000. Ráðið vísar ósk um viðbótarfjármagn vegna hækkunarinnar til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir hækkun á rekstrarstyrk við Súlur upp á kr. 330.000 og vísar til gerðrar viðauka.

Frístundaráð - 17. fundur - 09.11.2017

Lagður fram endurnýjaður samningur við Björgunarsveitina Súlur vegna ársins 2017.
Frístundaráð samþykkir saminginn og felur sviðsstjóra að undirrita hann.