Fimleikafélag Akureyrar

Málsnúmer 2017070048

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3562. fundur - 20.07.2017

Lagt fram erindi dagsett 5. júlí 2017 frá framkvæmdastjóra Fimleikafélags Akureyrar.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni, sviðsstjóra fjársýslusviðs og Ellerti Erni Erlingssyni, deildarstjóra íþróttamála að ræða við framkvæmdastjóra Fimleikafélagsins.
Dan Jens Brynjarsson, sviðsstjóri fjársýslusviðs vék af fundi kl. 11:20.

Frístundaráð - 14. fundur - 28.09.2017

Á fundinn mættu fulltrúar Fimleikafélags Akureyrar, Hermann Herbertsson formaður, Rannveig Jóhannsdóttir gjaldkeri og Snorri Bergþórsson framkvæmdastjóri.
Frístundaráð þakkar fulltrúum FIMAK fyrir komuna á fundinn og beinir því til stjórnar FIMAK að leita til ÍBA um málefni félagsins.

Frístundaráð - 18. fundur - 23.11.2017

Erindi dagsett 28. október 2017 frá stjórn Fimleikafélags Akureyrar þar sem félagið óskar eftir eingreiðslu frá Akureyrarbæ til að lækka skuldir félagsins svo það verði rekstrarhæft. Erindið var sent áfram frá stjórn ÍBA.
Frístundaráð samþykkir að fela formanni ráðsins og deildarstjóra íþróttamála að eiga samtal við ÍBA og stjórn Fimleikafélagsins um lausn á rekstrarvanda félagsins.

Frístundaráð - 21. fundur - 11.01.2018

Deildarstjóri íþróttamála fór yfir upplýsingar og hugmyndir af fundi með FIMAK undir lok sl. árs.
Frístundaráð samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram m.v. umræður á fundinum.

Frístundaráð - 26. fundur - 01.03.2018

Tekið fyrir erindi dagsett 9. febrúar 2018 frá formanni ÍBA fyrir hönd Fimleikafélags Akureyrar varðandi samstarf um rekstur Íþróttamiðstöðvar Giljaskóla.
Deildarstjóra íþróttamála og formanni falið að vinna að lausn í samstarfi við bréfritara.

Frístundaráð - 30. fundur - 26.04.2018

Lögð fram til kynningar og umræðu samantekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra og Helga Bragasonar framkvæmdastjóra ÍBA á rekstrartölum FIMAK undanfarin ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð beinir því til bæjarráðs að brugðist verði við rekstrarerfiðleikum Fimleikafélags Akureyrar og þeim veitt aðstoð sbr. tillögu D sem kemur fram í framlagðri samantekt.

Bæjarráð - 3597. fundur - 03.05.2018

2. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 26. apríl 2018:

Lögð fram til kynningar og umræðu samantekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra og Helga Bragasonar framkvæmdastjóra ÍBA á rekstrartölum FIMAK undanfarin ár.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð beinir því til bæjarráðs að brugðist verði við rekstrarerfiðleikum Fimleikafélags Akureyrar og þeim veitt aðstoð sbr. tillögu D sem kemur fram í framlagðri samantekt.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fyrirframgreiða Fimleikafélagi Akureyrar, allt að krónur 17 milljónir, sem dregst frá framlögum bæjarins til félagsins á næstu fimm árum. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og deildarstjóra íþróttamála að ganga frá samkomulagi við félagið.