Gjaldskrá fræðslumála 2021

Málsnúmer 2020100079

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 38. fundur - 05.10.2020

Gjaldskrá fræðslusviðs fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð - 42. fundur - 07.12.2020

Gjaldskrá fræðslusviðs fyrir árið 2021 lögð fram til umræðu og kynningar.
Rósa Njálsdóttir M-lista bókaði eftirfarandi:

Þar sem Miðflokkurinn er fylgjandi því að skólamáltíðir í grunnskólum eigi að vera gjaldfrjálsar get ég ekki verið samþykk 7% hækkun á fæðisgjöldum.

Þess í stað vil ég fara þá leið að hagræða enn frekar í hráefniskaupum og reyna að lækka kostnað mötuneytanna m.a. með því að minnka matarsóun.


Meirihluti fræðsluráðs bókar eftirfarandi:

Meirihluti fræðsluráðs vill vekja athygli á að markmiðið hefur verið að fæðissala standi undir öllum kostnaði við rekstur mötuneyta, þ.e. hráefni, launum, rafmagni (1%), viðhaldi (2%) og afborgun stofnkostnaðar (4%). Til þess að ná markmiðinu þyrfti að hækka gjaldskrána um 16%-17% í stað 2,5%. Ákveðið er að fæðisgjald í grunnskólunum fyrir árið 2021 standi aðeins undir hráefni og launakostnaði, en ekki undir öðrum kostnaði og tekur því undir 7% hækkun fæðisgjalds.