Fræðsluráð

19. fundur 31. október 2017 kl. 08:15 - 10:45 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Baldvin Valdemarsson
  • Brynhildur Pétursdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Ályktun um stöðu barna frá samráðsnefnd félags stjórnenda leikskóla

Málsnúmer 2017100472Vakta málsnúmer

Jónína Hauksdóttir leikskólastjóri á Naustatjörn og Björg Sigurvinsdóttir leikskólastjóri á Lundarseli sem eru fulltrúar í samráðsnefnd stjórnenda leikskóla FSL fóru yfir ályktunina.
Fræðsluráð þakkar þeim fyrir kynninguna og tekur undir ábendingar þeirra um mikilvægi þess að horfa til fjölda barna í rýmum og lengd vistunartíma barna á leikskólum.

Fræðsluráð vill horfa m.a. til þessara þátta við gerð nýrrar skólastefnu.

2.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018-2021

Málsnúmer 2017090069Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar gerði grein fyrir breytingum á fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2018 frá fyrri afgreiðslu.

Helsta breytingin er sú að nú hefur fengist vilyrði fyrir ráðningu skólasálfræðings á fræðslusviði til eins árs. Því ert gert ráð fyrir þeirri ráðningu í áætluninni.

Fræðsluráð samþykkir framlagða breytingu.

3.Rekstur fræðslumála 2017

Málsnúmer 2017040126Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar fór yfir rekstur fræðslumála tímabilið janúar - september 2017.

4.Erindi frá náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100447Vakta málsnúmer

Erindi frá námsráðgjöfum í grunnskólum Akureyrarbæjar sem beina þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda sveitarfélagsins að senda bréf til rektors HÍ, félagsvísindasviðs, námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og menntamálaráðuneytis þar sem sveitarfélagið hvetji til þess að fjarnám í náms- og starfsráðgjöf verði sett af stað aftur sem allra fyrst.
Fræðsluráð tekur undir áhyggjur námsráðgjafa á svæðinu að ekki skuli boðið upp á nám í náms- og starfsráðgjöf í fjarnámi frá HÍ.

Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að vinna frekar í málinu.

5.Umsókn um styrk til kaupa á augnstýribúnaði fyrir fjölfatlaða nemendur

Málsnúmer 2017100448Vakta málsnúmer

Erindi frá Jóni Baldvin Hannessyni skólastjóra Giljaskóla og Ragnheiði Júlíusdóttur deildarstjóra og þroskaþjálfa í sérdeild Giljaskóla þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á sérstökum augnstýribúnaði fyrir fjölfatlaða nemendur.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur fræðslustjóra að vinna málið áfram í samráði við skólastjóra og deildarstjóra sérdeildar Giljaskóla.
Vilborg Hreinsdóttir vék af fundi undir 6. lið kl. 09:55.
Baldvin Valdemarsson vék af fundi undir 6. lið kl. 10:00.

6.Kynning á evrópskum samstarfsverkefnum í Síðuskóla

Málsnúmer 2017100444Vakta málsnúmer

Sigurður Freyr Sigurðarson grunnskólakennari í Síðuskóla og fulltrúi kennara í fræðsluráði kynnti e-Twinning sem er samstarfsvettvangur kennara í Evrópu á netinu þar sem nemendur í mismunandi löndum vinna að sama verkefni og kynna í leiðinni heimahagana.

Sigurður var einnig með kynningu á verkefninu Traces of Europe sem er samstarfsverkefni á milli Íslands ( Síðuskóla ), Póllands, Ítalíu, Rúmeníu og Noregs.

Fræðsluráð þakkar Sigurði kærlega fyrir skemmtilega og lifandi kynningu og fagnar skapandi starfi af þessu tagi innan skólanna.

7.Sjúkrakennsla

Málsnúmer 2017040046Vakta málsnúmer

Kynntur póstur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er eftir viðbrögðum við hugleiðingum um útgáfu einhvers konar viðmiða eða leiðbeininga fyrir skóla og sveitarfélög í samráði aðila um sjúkrakennslu.

Fundi slitið - kl. 10:45.