Sjúkrakennsla

Málsnúmer 2017040046

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 22.05.2017

Erindi varðandi ósk foreldra um sjúkrakennslu nemanda í sérdeild Giljaskóla.
Fræðsluráð samþykkir að veita sjúkrakennslu sem nemur tveimur kennslustundum á dag ef veikindi hafa staðið samfellt lengur en eina viku. Kennslan fer fram eftir hádegi.

Þetta gildir út skólaárið 2016-2017.

Sviðsstjóra er falið að fylgja framkvæmd eftir við sérdeild Giljaskóla.

Fræðsluráð mun endurskoða þessi viðmið fyrir næsta skólaár.

Fræðsluráð - 11. fundur - 12.06.2017

Bréf barst frá Júlí Ósk Antonsdóttur hdl. fyrir hönd Veru K. Vestmann Kristjánsdóttur og Kára Jóhannessonar fyrir hönd sonar þeirra Kristjáns Loga Kárasonar þar sem gerð er athugasmed við bókun fræðsluráðs frá fundi þann 22. maí 2017 um sjúkrakennslu.

Fræðsluráð vísar erindinu til umsagnar hjá lögmanni.

Fræðsluráð - 12. fundur - 26.06.2017

Lagt fram til kynningar afrit af athugasemdum lögfræðings til mennta- og menningarmálaráðuneytis dagsett 18. júní 2017 vegna umsagnar Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytis dagsett 29. maí 2017 um sjúkrakennslu.
Fræðsluráð bíður eftir niðurstöðum um nánari skilgreiningu mennta- og menningarmálaráðuneytis á reglugerð um sjúkrakennslu en óskar jafnframt eftir að málið verði tekið upp við foreldra fyrir skólabyrjun að hausti.



Baldvin Valdemarsson fulltrúi D-lista lagði fram bókun:

Málið varðar fjölfatlaðan nemenda í Giljaskóla og réttindi hans til sjúkrakennslu en foreldrar hans hafa kært ákvörðun Akureyrarbæjar um synjun á sjúkrakennslu til mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Með þessari bókun er hörmuð sú staða sem máið er nú komið í m.a. vegna samskiptaleysis við foreldra barnsins. Þess vegna er hvatt til þess að aðilar setjist niður og finni lausn sem er framkvæmanleg og í þágu nemandans sem um ræðir og freista þess að leysa þann hnút sem málið er komið í.

Fræðsluráð - 19. fundur - 31.10.2017

Kynntur póstur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er eftir viðbrögðum við hugleiðingum um útgáfu einhvers konar viðmiða eða leiðbeininga fyrir skóla og sveitarfélög í samráði aðila um sjúkrakennslu.

Fræðsluráð - 22. fundur - 18.12.2017

Kynnt afrit af svari mennta- og menningarmálaráðuneytis til foreldra varðandi sjúkrakennslu.