Kynning á evrópskum samstarfsverkefnum í Síðuskóla

Málsnúmer 2017100444

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 19. fundur - 31.10.2017

Vilborg Hreinsdóttir vék af fundi undir 6. lið kl. 09:55.
Baldvin Valdemarsson vék af fundi undir 6. lið kl. 10:00.
Sigurður Freyr Sigurðarson grunnskólakennari í Síðuskóla og fulltrúi kennara í fræðsluráði kynnti e-Twinning sem er samstarfsvettvangur kennara í Evrópu á netinu þar sem nemendur í mismunandi löndum vinna að sama verkefni og kynna í leiðinni heimahagana.

Sigurður var einnig með kynningu á verkefninu Traces of Europe sem er samstarfsverkefni á milli Íslands ( Síðuskóla ), Póllands, Ítalíu, Rúmeníu og Noregs.

Fræðsluráð þakkar Sigurði kærlega fyrir skemmtilega og lifandi kynningu og fagnar skapandi starfi af þessu tagi innan skólanna.