Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018 - 2021

Málsnúmer 2017090069

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 15. fundur - 12.09.2017

Vinna við fjárhagsáætlun 2018 - 2021.

Fræðsluráð - 16. fundur - 18.09.2017

Fyrir fundinn var lögð tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2018. Tillagan gerði ráð fyrir því að það vanti kr. 37.995.000 upp á að rekstur ársins rúmist innan útgefins ramma sem er kr. 6.857.908.000. Tillagan gerði ekki ráð fyrir neinum breytingum á þjónustustigi skólanna og þeir yrðu reknir með sambærilegum hætti og verið hefur undangengin ár. Í tillögunni felst að gjaldskrár hækki um 2,5%, nema á fæðisgjald í grunnskólunum um 1,5%.

Lagt er til að tekið verði tillit til eftirtaldra þátta varðandi beiðni um hækkun á ramma:

1. Fjölgun kennslustunda í grunnskólunum, sem samsvarar um 4 stöðugildum kennara til að mæta fjölgun nemenda frá haustinu 2018.

2. Gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum.

3. Lautin - ný leikskóladeild í Glerárskóla.

4. Ýmsir liðir sem hækka að langmestu leyti í takt við launabreytingar s.s. rekstur leikskólans Hólmasólar.
Meirihluti fræðsluráðs samþykkir framlagðar tillögur og vísar málinu til frekari afgreiðslu í bæjarráði.Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista sat hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna þess að endanleg starfsáætlun liggur ekki fyrir.

Fræðsluráð - 17. fundur - 09.10.2017

Farið var yfir starfsáætlun og áætlun fyrir árin 2018-2021.
Fræðsluráð samþykkir framlagða starfsáætlun og vísar henni til bæjarráðs.

Fræðsluráð - 19. fundur - 31.10.2017

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar gerði grein fyrir breytingum á fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2018 frá fyrri afgreiðslu.

Helsta breytingin er sú að nú hefur fengist vilyrði fyrir ráðningu skólasálfræðings á fræðslusviði til eins árs. Því ert gert ráð fyrir þeirri ráðningu í áætluninni.

Fræðsluráð samþykkir framlagða breytingu.