Erindi frá náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017100447

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 19. fundur - 31.10.2017

Erindi frá námsráðgjöfum í grunnskólum Akureyrarbæjar sem beina þeim tilmælum til fræðsluyfirvalda sveitarfélagsins að senda bréf til rektors HÍ, félagsvísindasviðs, námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og menntamálaráðuneytis þar sem sveitarfélagið hvetji til þess að fjarnám í náms- og starfsráðgjöf verði sett af stað aftur sem allra fyrst.
Fræðsluráð tekur undir áhyggjur námsráðgjafa á svæðinu að ekki skuli boðið upp á nám í náms- og starfsráðgjöf í fjarnámi frá HÍ.

Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að vinna frekar í málinu.