Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ

Málsnúmer 2022010030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3753. fundur - 06.01.2022

Fjallað um reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að breyta reglunum til samræmis við stjórnsýslubreytingar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3504. fundur - 18.01.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. janúar 2022:

Fjallað um reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að breyta reglunum til samræmis við stjórnsýslubreytingar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyta reglunum til samræmis við stjórnsýslubreytingar.