Oddeyrarbót 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021120881

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 372. fundur - 22.12.2021

Lögð fram umsókn Steingríms Birgissonar dagsett 17. desember 2021 fyrir hönd AC ehf. um lóðina Oddeyrarbót 3.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til AC ehf. án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Árið 2016 fékk fyrirtækið úthlutað lóðunum Torfunefi nr. 1 og 3. Lóð 1 varð aldrei byggingarhæf og nú hefur verið ákveðið að breyta skipulagi á því svæði og draga fyrri úthlutanir lóða við Torfunef til baka. Skipulagsákvæði lóðanna eru sambærileg m.t.t. byggingarmagns og starfsemi. Fengi AC ehf. úthlutaðri lóðinni Oddeyrarbót 3 í stað Torfunefs 1.

Bæjarstjórn - 3504. fundur - 18.01.2022

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2021:

Lögð fram umsókn Steingríms Birgissonar dagsett 17. desember 2021 fyrir hönd AC ehf. um lóðina Oddeyrarbót 3.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til AC ehf. án auglýsingar með vísun í heimild í gr. 2.3 í Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Árið 2016 fékk fyrirtækið úthlutað lóðunum Torfunefi nr. 1 og 3. Lóð 1 varð aldrei byggingarhæf og nú hefur verið ákveðið að breyta skipulagi á því svæði og draga fyrri úthlutanir lóða við Torfunef til baka. Skipulagsákvæði lóðanna eru sambærileg m.t.t. byggingarmagns og starfsemi. Fengi AC ehf. úthlutaðri lóðinni Oddeyrarbót 3 í stað Torfunefs 1.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs. Auk hans tóku til máls Viðar Valdimarsson, Gunnar Gíslason, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 samhljóða atkvæðum að Oddeyrarbót 3 verði úthlutað til AC ehf. án auglýsingar með vísun í heimild í gr.2.3 í Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Viðar Valdimarsson M-lista situr hjá við afgreiðslu.

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Erindi stjórnar AC ehf. dagsett 9. júní 2023 þar sem óskað er eftir framlenginu á framkvæmdafresti á lóð Oddeyrarbótar 3.
Skipulagsráð samþykkir að veita frest til framkvæmda til 1. október 2023.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Lagt fram erindi Marinellu Haraldsdóttur dagsett 29. nóvember 2023, f.h. stjórnar AC ehf., þar sem óskað er eftir fresti til framkvæmda á lóðinni Oddeyrarbót 3.
Skipulagsráð hafnar umsókn um frestun og felur skipulagsfulltrúa að útfæra tillögu að nýjum úthlutunarskilmálum fyrir lóðina.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.