Akureyrarflugvöllur - umsókn um breytingu á skipulagi vegna aðflugsljósa

Málsnúmer 2021120528

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 372. fundur - 22.12.2021

Erindi dagsett 10. desember 2021 þar sem Snævarr Örn Georgsson fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju vegna uppsetningar aðflugsljósa. Meðfylgjandi er vinnuteikning.
Breytingin er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Höepfnersbryggju í samræmi við tillögu umsækjanda verði samþykkt og auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Bæjarstjórn - 3504. fundur - 18.01.2022

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 22. desember 2021:

Erindi dagsett 10. desember 2021 þar sem Snævarr Örn Georgsson fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvalla ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju vegna uppsetningar aðflugsljósa. Meðfylgjandi er vinnuteikning.

Breytingin er í samræmi við Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 og leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Höepfnersbryggju í samræmi við tillögu umsækjanda verði samþykkt og auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að aðalskipulagi verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi erindi.

Skipulagsráð - 380. fundur - 20.04.2022

Auglýsingu deiliskipulagstillögu lauk þann 8. apríl sl. Umsagnir um tillöguna bárust frá Hafrannsóknastofnun, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.

Ein athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fram lagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3510. fundur - 26.04.2022

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 20. apríl 2022:

Auglýsingu deiliskipulagstillögu lauk þann 8. apríl sl. Umsagnir um tillöguna bárust frá Hafrannsóknastofnun, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.

Ein athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fram lagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höepfnersbryggju.