Íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2021110179

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 369. fundur - 10.11.2021

Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar. Kynningu á skipulagslýsingu er lokið. Er breytingin gerð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta svæðisins sem er í vinnslu og var nýlega kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulagsráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 373. fundur - 12.01.2022

Kynningu skipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við tillöguna. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 3504. fundur - 18.01.2022

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. janúar 2022:

Kynningu skipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við tillöguna. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar lauk þann 26. apríl sl. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3511. fundur - 10.05.2022

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 4. maí 2022:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar lauk þann 26. apríl sl. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna íbúðarsvæðis vestan Borgarbrautar.