Goðanes 5 og 7 - breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga A-áfanga

Málsnúmer 2018080590

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 303. fundur - 31.10.2018

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðanna Goðaness 5 og 7. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall verður 0,320 í stað 0,300, að sameiginleg innkeyrsla verði fyrir lóðirnar og að hæðarkótum verði breytt og húsin stölluð. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3443. fundur - 06.11.2018

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. október 2018:

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðanna Goðaness 5 og 7. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall verður 0,320 í stað 0,300, að sameiginleg innkeyrsla verði fyrir lóðirnar og að hæðarkótum verði breytt og húsin stölluð. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að sviðsstjóra skipulagssviðs verði falið að sjá um gildistöku hennar.

Þórhallur Jónsson tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.