Bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst - 2018

Málsnúmer 2018060306

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3437. fundur - 26.06.2018

Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar 2018:

Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 31. ágúst 2018 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.
Gunnar Gíslason f.h. minnihlutans bar upp breytingatillögu þess efnis að sumarleyfi bæjarstjórnar yrði frá og með 1. júlí til og með 17. ágúst og næsti fundur bæjarstjórnar yrði því 21. ágúst nk.


Forseti las því næst upp eftirfarandi tillögu með breytingatillögu minnihlutans og bar undir atkvæði:

Í samræmi við 4. mgr. 8. gr. og 5. mgr. 33. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn að frá og með 1. júlí til og með 17. ágúst 2018 verði sumarleyfi bæjarstjórnar. Ekki verða haldnir fundir í bæjarstjórn á framangreindu tímabili nema þörf krefji eða þriðjungur bæjarfulltrúa krefjist þess. Jafnframt er bæjarráði á þessum tíma heimiluð fullnaðarafgreiðsla þeirra mála sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu og lög mæla ekki gegn.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.