Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018060100

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðisins við Miðhúsabraut breytist til samræmis við breytingu á deiliskipulagi sem unnið er að vegna tengingar Miðhúsabrautar við Kjarnagötu 2 (mál 2017110100).
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og mælir með að hún verði samþykkt í bæjarstjórn með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

Bæjarstjórn - 3437. fundur - 26.06.2018

6. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 20. júní 2018:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Dalsbrautar, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut. Í breytingunni felst að afmörkun skipulagssvæðisins við Miðhúsabraut breytist til samræmis við breytingu á deiliskipulagi sem unnið er að vegna tengingar Miðhúsabrautar við Kjarnagötu 2 (mál 2017110100).

Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og mælir með að hún verði samþykkt í bæjarstjórn með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.