Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018-2022

Málsnúmer 2018060368

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3600. fundur - 21.06.2018

Lögð fram tillaga að texta í trúnaðaryfirlýsingu bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018-2022.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að kalla eftir undirrituðum trúnaðaryfirlýsingum bæjarfulltrúa, nefndarmanna og áheyrnarfulltrúa.



Gunnar Gíslason D-lista situr hjá við afgreiðslu og leggur fram svohljóðandi bókun:

Ég tel enga ástæðu til að vottar staðfesti undirritun, sem í raun flækir málið svo að það verður ekki undirritað rafrænt.

Stjórn Akureyrarstofu - 255. fundur - 25.06.2018

Nefndarmenn undirrituðu eyðublað um almennar og sérstakar þagnaðar- og trúnaðarskyldur.

Bæjarstjórn - 3437. fundur - 26.06.2018

Trúnaðaryfirlýsingar vegna starfa í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022 lagðar fram og undirritaðar.

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Trúnaðaryfirlýsingar aðal- og varamanna og áheyrnarfulltrúa skipulagsráðs lagðar fram og undirritaðar.

Frístundaráð - 33. fundur - 27.06.2018

Nefndarmenn undirrituðu eyðublað um almennar og sérstakar þagnar- og trúnaðarskyldur.

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

Trúnaðaryfirlýsingar bæjarráðsfulltrúa lagðar fram og undirritaðar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 36. fundur - 06.07.2018

Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa lagðar fram og undirritaðar.

Fræðsluráð - 14. fundur - 02.08.2018

Viðstaddir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.

Velferðarráð - 1281. fundur - 08.08.2018

Aðal- og varafulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúa undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Ingunn Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

Kjarasamninganefnd - 5. fundur - 20.08.2018

Trúnaðaryfirlýsing aðal- og varamanna kjarasamninganefndar kynnt og undirrituð.