Hreinsun gatna - útboð á götusópun 2018

Málsnúmer 2018020517

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 28. fundur - 02.03.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 1. mars 2018 vegna útboðsins.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á götusópun til tveggja ára og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að skoða áfram kaup á götusóp.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 30. fundur - 13.04.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í hreinsun gatna. Einnig lagt fram minnisblað dagsett 12. apríl 2018 um hreinsun götukanta.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við Hreinsitækni ehf. Einnig samþykkir ráðið að sækja um viðauka að upphæð 9 milljónir króna vegna hreinsunar götukanta í bænum.

Bæjarráð - 3596. fundur - 26.04.2018

4. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 13. apríl 2018:

Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í hreinsun gatna.

Einnig lagt fram minnisblað dagsett 12. apríl 2018 um hreinsun götukanta.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við Hreinsitækni ehf. Einnig samþykkir ráðið að sækja um viðauka að upphæð 9 milljónir króna vegna hreinsunar götukanta í bænum.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3434. fundur - 08.05.2018

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. apríl 2018:

4. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 13. apríl 2018:

Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2018 vegna opnunar tilboða í hreinsun gatna. Einnig lagt fram minnisblað dagsett 12. apríl 2018 um hreinsun götukanta.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að samið verði við Hreinsitækni ehf. Einnig samþykkir ráðið að sækja um viðauka að upphæð 9 milljónir króna vegna hreinsunar götukanta í bænum.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 61. fundur - 30.08.2019

Endurskoðun á samningi vegna hreinsunar gatna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna tillögur um valkosti við hreinsun gatna fyrir næsta ár.