1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. maí 2018:
Reglur um úthlutun leiguíbúða lagðar fram að nýju en þær voru áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.
Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Guðrún Karítas Garðarsdóttir Æ-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég harma að reglur um dýrahald séu ekki rýmkaðar meira. Skv. lögum um fjöleignarhús þarf samþykki 2/3 hluta eigenda í fjölbýli til að halda megi hunda eða ketti. Sé sú samþykkt til staðar er óásættanlegt að Akureyrarbær skerði lífsgæði íbúa/leigjenda og mismuni fólki með þessum hætti. Gengið er út frá því að leigjendur, þar á meðal öryrkjar, geti ekki sinnt dýrum en í flestum tilfellum gera þeir það mjög vel. Þau dæmi sem það gengur ekki upp mega ekki vera ráðandi."
Félagsmálaráð samþykkir framkomnar breytingar á reglum um úthlutun leiguíbúða.