Reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar 2013

Málsnúmer 2013040041

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1162. fundur - 10.04.2013

Lögð fram drög að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða þar sem lagt er til að reglur og verklagsreglur verið sameinaðar. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð samþykkir framkomnar breytingar á reglum um úthlutun leiguíbúða.

Bæjarstjórn - 3338. fundur - 23.04.2013

3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 10. apríl 2013:
Lögð fram drög að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða þar sem lagt er til að reglur og verklagsreglur verið sameinaðar. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið.
Félagsmálaráð samþykkir framkomnar breytingar á reglum um úthlutun leiguíbúða.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram tillögu að viðbót við 10. gr.  reglanna, sem verði undirliður g, svohljóðandi: 

Umsækjandi hafi átt lögheimili á Akureyri í það minnsta 18 mánuði.

 

Tillaga Sigurðar Guðmundssonar var borin upp og felld með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um úthlutun leiguíbúða Akureyrarbæjar með 11  samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1222. fundur - 20.01.2016

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar.
Velferðarráð felur starfsmönnum að halda áfram vinnunni með reglurnar.

Velferðarráð - 1224. fundur - 17.02.2016

Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðum reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og sérstakar húsaleigubætur sbr. bókun í félagsmálaráði 3. desember 2014.

Velferðarráð - 1225. fundur - 02.03.2016

Drög að endurskoðuðum reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og sérstakar húsaleigubætur lagðar fram.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3389. fundur - 15.03.2016

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. mars 2016:

Drög að endurskoðuðum reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og sérstakar húsaleigubætur lagðar fram.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar endurskoðaðar reglur um leiguíbúðir Akureyrarbæjar og reglur um sérstakar húsaleigubætur á Akureyri með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1272. fundur - 21.02.2018

Lögð fram drög að breytingum á reglum um leiguíbúðir Akureyrarbæjar.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Málinu er frestað.

Velferðarráð - 1277. fundur - 02.05.2018

Reglur um úthlutun leiguíbúða lagðar fram að nýju en þær voru áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Guðrún Karítas Garðarsdóttir Æ-lista lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég harma að reglur um dýrahald séu ekki rýmkaðar meira. Skv. lögum um fjöleignarhús þarf samþykki 2/3 hluta eigenda í fjölbýli til að halda megi hunda eða ketti. Sé sú samþykkt til staðar er óásættanlegt að Akureyrarbær skerði lífsgæði íbúa/leigjenda og mismuni fólki með þessum hætti. Gengið er út frá því að leigjendur, þar á meðal öryrkjar, geti ekki sinnt dýrum en í flestum tilfellum gera þeir það mjög vel. Þau dæmi sem það gengur ekki upp mega ekki vera ráðandi."

Bæjarstjórn - 3434. fundur - 08.05.2018

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. maí 2018:

Reglur um úthlutun leiguíbúða lagðar fram að nýju en þær voru áður á dagskrá velferðarráðs þann 21. febrúar sl.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Guðrún Karítas Garðarsdóttir Æ-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég harma að reglur um dýrahald séu ekki rýmkaðar meira. Skv. lögum um fjöleignarhús þarf samþykki 2/3 hluta eigenda í fjölbýli til að halda megi hunda eða ketti. Sé sú samþykkt til staðar er óásættanlegt að Akureyrarbær skerði lífsgæði íbúa/leigjenda og mismuni fólki með þessum hætti. Gengið er út frá því að leigjendur, þar á meðal öryrkjar, geti ekki sinnt dýrum en í flestum tilfellum gera þeir það mjög vel. Þau dæmi sem það gengur ekki upp mega ekki vera ráðandi."
Bæjarstjórn ákveður með 11 samhljóða atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir greinargerð frá velferðarráði um tillögur ráðsins að breytingum á reglum um gæludýrahald í leiguíbúðum Akureyrarbæjar.