Glerárvirkjun II, stöðvarhús - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016120105

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 250. fundur - 11.01.2017

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús. Breytingin felst í að byggingarmagn verði aukið, hámarkshæð hækkuð og bílastæði stækkað.
Skipulagsráð óskar eftir frekari upplýsingum.

Skipulagsráð - 254. fundur - 08.02.2017

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017. Nánari gögn bárust 24. janúar 2017.
Skipulagsráð fellst á rökstuðning og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.


Skipulagsráð áréttar að haga beri hönnun virkjuninar í takt við fyrirliggjandi deiliskipulag af virkjunarsvæði.

Skipulagsráð - 255. fundur - 15.02.2017

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 8. febrúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni.


Tryggvi Gunnarsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3409. fundur - 21.02.2017

8. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 15. febrúar 2017:

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 8. febrúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni.

Tryggvi Gunnarsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Skipulagsráð - 261. fundur - 26.04.2017

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 8. mars með athugasemdafresti til 19. apríl 2017.

Ein athugasemd barst:

1) AVH f.h. Fallorku, dagsett 4. apríl 2017.

Óskað er eftir að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150 í 160 m². Grunnflötur og rúmmál hússins breytast ekki heldur verður möguleiki á að hafa millihæð inni í stöðvarhúsinu stærri og tryggja þar með nægjanlegt rými fyrir stjórnherbergi, snyrtingu og rofaherbergi.

Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 20. mars 2017.

Bent er á að lagnaendi á yfirfalli og tæmingu aðal neysluvatnstanka Akureyrar er við veg niður að stöðvarhúsinu. Sömuleiðis er þar farvegur fyrir yfirborðsvatn.

Nauðsynlegt er að framkvæmdir á svæðinu taki mið af þessu og tryggt sé að umrætt vatn, yfirfallsvatn, tæmingarvatn og yfirborðsvatn eigi greiða leið meðfram veginum og síðan út í Glerá hér eftir sem hingað til.

Þetta kallar á ræsi og öruggan frágang við fallpípu virkjunarinnar og göngustíg sem liggja á upp með Gleránni.

Rétt er að þetta komi fram í greinargerð með deiliskipulaginu og eftir atvikum á deiliskipulagsuppdrætti.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna en vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Hafa ber í huga að skammt sunnan skipulagssvæðisins eru friðaðar fornminjar en þeim má ekki raska á nokkurn hátt samkvæmt 21. grein sömu laga.

3) Umhverfisstofnun, dagsett 19. apríl 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á mikilvægi þess að vel sé staðið að framkvæmdum svo nærri Gleránni og að ekki verði neitt óþarfa rask við framkvæmdir.
Tryggvi Gunnarsson S-lista lýsti vanhæfi sínu í málinu og einnig í lið 13 sem hann óskaði eftir að yrði tekið saman og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málanna.


Skipulagsráð samþykkir að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150m² í 160m². Einnig er samþykkt að í skipulagi komi fram hvernig tryggt skuli að vatn á svæðinu eigi greiða leið út í Glerá. Fallorka skal leita samráðs Norðurorku við endanlega útfærslu.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Bæjarstjórn - 3414. fundur - 02.05.2017

11. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 26. apríl 2017:

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna Glerárvirkjunar II við stöðvarhús.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 8. mars með athugasemdafresti til 19. apríl 2017.

Ein athugasemd barst:

1) AVH f.h. Fallorku, dagsett 4. apríl 2017.

Óskað er eftir að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150 í 160 m². Grunnflötur og rúmmál hússins breytast ekki heldur verður möguleiki á að hafa millihæð inni í stöðvarhúsinu stærri og tryggja þar með nægjanlegt rými fyrir stjórnherbergi, snyrtingu og rofaherbergi.

Þrjár umsagnir bárust:

1) Norðurorka, dagsett 20. mars 2017.

Bent er á að lagnaendi á yfirfalli og tæmingu aðal neysluvatnstanka Akureyrar er við veg niður að stöðvarhúsinu. Sömuleiðis er þar farvegur fyrir yfirborðsvatn.

Nauðsynlegt er að framkvæmdir á svæðinu taki mið af þessu og tryggt sé að umrætt vatn, yfirfallsvatn, tæmingarvatn og yfirborðsvatn eigi greiða leið meðfram veginum og síðan út í Glerá hér eftir sem hingað til.

Þetta kallar á ræsi og öruggan frágang við fallpípu virkjunarinnar og göngustíg sem liggja á upp með Gleránni.

Rétt er að þetta komi fram í greinargerð með deiliskipulaginu og eftir atvikum á deiliskipulagsuppdrætti.

2) Minjastofnun Íslands, dagsett 21. mars 2017.

Ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna en vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Hafa ber í huga að skammt sunnan skipulagssvæðisins eru friðaðar fornminjar en þeim má ekki raska á nokkurn hátt samkvæmt 21. grein sömu laga.

3) Umhverfisstofnun, dagsett 19. apríl 2017.

Engar athugasemdir eru gerðar en bent er á mikilvægi þess að vel sé staðið að framkvæmdum svo nærri Gleránni og að ekki verði neitt óþarfa rask við framkvæmdir.

Tryggvi Gunnarsson S-lista lýsti vanhæfi sínu í málinu og einnig í lið 13 sem hann óskaði eftir að yrði tekið saman og var það samþykkt. Vék hann af fundi við afgreiðslu málanna.


Skipulagsráð samþykkir að hámarksbyggingarmagn hækki úr 150m² í 160m². Einnig er samþykkt að í skipulagi komi fram hvernig tryggt skuli að vatn á svæðinu eigi greiða leið út í Glerá. Fallorka skal leita samráðs Norðurorku við endanlega útfærslu.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.