Glerárdalur - leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í fólkvanginum

Málsnúmer 2016120037

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 121. fundur - 13.12.2016

Tekið fyrir ódagsett erindi frá Jökli Bergmann fyrir hönd Arctic heliskiing þar sem hann óskar eftir undanþágu til þyrluflugs í fólkvangnum á Glerárdal.
Umhverfisnefnd vísar bréfritara á að sækja um undanþágu til Umhverfisstofnunar þar sem svæðið er friðlýst sem fólkvangur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 4. fundur - 16.02.2017

Lögð fram ódagsett beiðni frá Bergmönnum ehf um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í fólkvanginum á Glerárdal ásamt beiðni Umhverfisstofnunar um afstöðu Akureyrarbæjar til málsins dagsett 7. febrúar 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá Bergmönnum ehf um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum á Glerárdal. Ráðið gerir fyrirvara um að farið verði eftir reglugerðum er gilda um vatnsverndarsvæði og að leyfið verði veitt tímabundið til eins árs.

Hermann Ingi Arason V-lista óskar bókað: VG leggst alfarið gegn því að þyrluflug verði heimilað um fólkvanginn á Glerárdal.

Bæjarstjórn - 3409. fundur - 21.02.2017

Bæjarfulltrúi Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir umræðu um 2. lið í fundargerð umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 16. febrúar 2016:

Lögð fram ódagsett beiðni frá Bergmönnum ehf um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í fólkvanginum á Glerárdal ásamt beiðni Umhverfisstofnunar um afstöðu Akureyrarbæjar til málsins dagsett 7. febrúar 2017.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá Bergmönnum ehf um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum í Glerárdal. Ráðið gerir fyrirvara um að farið verði eftir reglugerðum er gilda um vatnsverndarsvæði og að leyfið verði veitt tímabundið til eins árs.

Hermann Ingi Arason V-lista óskar bókað: VG leggst alfarið gegn því að þyrluflug verði heimilað um fólkvanginn á Glerárdal.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn leggur til að málinu verði vísað til stjórnar Akureyrarstofu til umsagnar og hvetur stjórn Akureyrarstofu til að leita umsagna notenda fólkvangsins.

Tillagan var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn atkvæði Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur V-lista.

Jón Þorvald Heiðarsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 25. fundur - 19.01.2018

Umhverfisstofnun óskar eftir umsögn um framkvæmdaleyfi á Glerárdal frá Bergmönnum ehf vegna áframhaldandi starfsemi á þyrluskíðaferðum í fólkvangi á Glerárdal. Árið 2017 var leyfi veitt til eins árs. Þeir óska eftir leyfi frá 2018-2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá Bergmönnum ehf um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum á Glerárdal. Ráðið gerir fyrirvara um að farið verði eftir reglugerðum er gilda um vatnsverndarsvæði og að leyfið verði veitt tímabundið til eins árs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 49. fundur - 01.02.2019

Tekin fyrir umsókn frá Bergmönnum ehf. dagsett 15. janúar 2019, um leyfi til þyrluflugs innan fólkvangsins Glerárdals á tímabilinu 1. febrúar til 30. júní árin 2019-2023, til vara er sótt um leyfi á sama tímabili til eins árs, það er 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá Bergmönnum ehf. um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum á Glerárdal. Ráðið gerir fyrirvara um að farið verði eftir reglugerðum er gilda um vatnsverndarsvæði og að leyfið verði veitt tímabundið til eins árs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 73. fundur - 21.02.2020

Tekin fyrir umsókn frá Bergmönnum ehf. dagsett 13. febrúar 2020, um leyfi til þyrluflugs innan fólkvangsins á Glerárdal á tímabilinu 1. febrúar til 30. júní árin 2020-2024, til vara er sótt um leyfi á sama tímabili til eins árs, það er 2020.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðni frá Bergmönnum ehf. um leyfi fyrir þyrluskíðaferðum á Glerárdal. Ráðið gerir fyrirvara um að farið verði eftir reglugerðum er gilda um vatnsverndarsvæði og að leyfið verði veitt tímabundið til eins árs. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar í framhaldinu eftir gögnum um umfang þyrluflugs á svæðinu síðastliðin þrjú ár og upplýsingar um lendingarstaði. Ráðið hvetur til þess að þyrluflugið á svæðinu verði kolefnisjafnað.

Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Þyrluskíðun á Glerárdal er viðbót sem gengur gegn upphaflegum markmiðum í friðlýsingu Glerárdals sem og loftlagsstefnu bæjarins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 74. fundur - 06.03.2020

Gögn frá Bergmönnum ehf. kynnt fyrir ráðinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.