Innkaupareglur Akureyrarbæjar - endurskoðun 2016

Málsnúmer 2016060084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3510. fundur - 16.06.2016

Rætt um endurskoðun á innkaupareglum Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurskoðun á reglunum.

Bæjarráð - 3544. fundur - 16.02.2017

Rætt um endurskoðun á innkaupareglum Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fella úr gildi innkaupareglur Akureyrarbæjar frá 2004 (með síðari breytingum). Framvegis verði einungis unnið eftir nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.

Málinu vísað til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3409. fundur - 21.02.2017

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 16. febrúar 2017:

Rætt um endurskoðun á innkaupareglum Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að fella úr gildi innkaupareglur Akureyrarbæjar frá 2004 (með síðari breytingum). Framvegis verði einungis unnið eftir nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.

Málinu vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu bæjarráðs að fella úr gildi innkaupareglur Akureyrarbæjar frá 2004, með síðari breytingum og að framvegis verði einungis unnið eftir nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.