Fjárlaganefnd Alþingis - fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

Málsnúmer 2013090277

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3384. fundur - 10.10.2013

Erindi dags. 26. september 2013 þar sem Fjárlaganefnd Alþingis býður fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014. Fundadagar eru áætlaðir dagana 28. og 29. október og fyrir hádegi 30. október og 1. nóvember. Mælt er með því að sveitarfélögin nýti sér fjarfundarfyrirkomulag. Ítrekað er breytt fyrirkomulag varðandi úthlutun styrkja. Í því felst að Alþingi tekur hvorki við umsóknum né úthlutar styrkjum til ýmissa verkefna á vegum sveitarfélaga, samtaka eða einstaklinga.

Staðfestur hefur verið fundur fulltrúa Akureyrarbæjar með fjárlaganefnd mánudaginn 28. október nk. kl. 10:40.