Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3368. fundur - 16.05.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til mars 2013.
Karl Frímannsson fræðslustjóri og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri skóladeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3371. fundur - 13.06.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til apríl 2013.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Ólafur Jónsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista, leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar minnihlutans leggja mikla áherslu á að aðhalds verði gætt í öllum rekstri bæjarins á árinu 2013. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins hefur verið neikvæð sl. tvö ár og þrátt fyrir að rekstraráætlun ársins geri ráð fyrir hagnaði, má lítið útaf bregða í rekstri þannig að dæmið snúist við.

Bæjarráð - 3374. fundur - 18.07.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til maí 2013.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskar bókað:

Við samanburð á helstu fjárhagskennitölum A-hluta sveitarfélagsins við nýútkomna samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á ársreikningum sveitarfélaga á árinu 2012, kemur í ljós að kennitölur Akureyrarbæjar eru almennt lakari en hjá öðrum sveitarfélögum. Ég tel það óviðunandi og muni, ef ekki verður brugðist við, veikja stöðu sveitarfélagsins þegar til lengri tíma er litið.

Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista vék af fundi kl. 10:50.

Bæjarráð - 3377. fundur - 22.08.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júní 2013.

Bæjarráð - 3381. fundur - 19.09.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júlí 2013.

Bæjarráð - 3384. fundur - 10.10.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til ágúst 2013.

Bæjarráð - 3387. fundur - 31.10.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til september 2013.

Bæjarráð - 3392. fundur - 05.12.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til október 2013.

Bæjarráð - 3396. fundur - 09.01.2014

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til nóvember 2013.
Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi kl. 10:08.

Bæjarráð - 3406. fundur - 20.03.2014

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til desember 2013.