Bæjarráð

3377. fundur 22. ágúst 2013 kl. 09:00 - 10:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Heiða Karlsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.

1.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júní 2013.

2.Eyþing - heimild fyrir yfirdráttarláni vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 2013070128Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir að nýju 4. liður í fundargerð bæjarráðs 8. ágúst 2013 sem ráðið frestaði afgreiðslu á:
Erindi dags. 25. júlí 2013 frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings þar sem hann óskar eftir heimild aðildarsveitarfélaga Eyþings til stjórnar Eyþings til að taka yfirdráttarlán að upphæð allt að 10 mkr.

Bæjarráð frestað afgreiðslu þar sem enn liggja ekki fyrir svör frá innanríkisráðuneytinu.

3.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting á hafnarsvæði og reiðleiðum

Málsnúmer SN080052Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Skipulagstillagan var auglýst frá 12. júní með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013. Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Einnig birtist auglýsing í Akureyri Vikublaði þann 20. júní. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Hluti auglýstra gagna var bréf Skipulagsstofnunar dags. 29. maí 2013 þar sem gerðar voru athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna. Ekki var tekið tillit til allra athugasemda og þær því auglýstar ásamt tillögunni í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ein umsögn barst um skipulagslýsinguna eftir kynningartíma til viðbótar þeim sem komnar voru.
1) Umhverfisstofnun, dags. 10. júní, sem ekki gerir athugasemd við lýsinguna en bendir á mikilvægi þess að náttúruminjum verði ekki raskað við lagningu reiðleiða. Tekið er undir mikilvægi þess að tryggja varðveislu ósnortinnar strandlengju og að mannvirki að Hesjuvöllum falli vel að umhverfi og landslagi.

Þrjár umsagnir bárust um aðalskipulagsbreytinguna:
1) Skipulagsstofnun, dags. 29. maí 2013.
2) Hörgársveit, dags. 27. júní 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
3) Vegagerðin, dags. 8. júlí 2013, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.

Engin athugasemd barst við aðalskipulagstillöguna.
Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði breyting á reiðleiðinni við Miðhúsaklappir þannig að hún verði lögð meðfram eystri hluta hesthúsahverfisins en tengist ekki við Sörlagötu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

4.Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, íbúðarsvæði vestan Kjarnagötu

Málsnúmer 2013030090Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Skipulagstillagan var auglýst frá 12. júní með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013. Tillagan var auglýst í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni var auglýst deiliskipulagsbreyting "Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls".
Þrjár athugsemdir bárust vegna skipulagslýsingar og var þeim vísað til meðferðar og svara skipulagsnefndar í samræmi við 2. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
Umsögn barst um aðalskipulagsbreytinguna frá Skipulagsstofnun, dags. 29. maí 2013 þar sem bent er á að breytingin fellur undir nýja skipulagsreglugerð nr. 90/2013 sbr. 2. lið bráðabirgðaákvæðis reglugerðarinnar.

Þrjár athugasemdir bárust vegna skipulagslýsingar og aðalskipulagsbreytingar:
1) Íbúar við Ásatún 6-8, dags. 10. júlí 2013 ásamt nafnalista með 32 nöfnum.
2) Hamratún 4-6 húsfélag, dags. 24. júlí 2013.
3) Reykjaprent ehf., dags. 24. júlí 2013.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "ASAK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "ASAK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista ítrekar fyrri bókanir og greiðir atkvæði á móti tillögunni.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 3 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmarsdóttur V-lista og Önnu Hildar Guðmundsdóttur A-lista.

5.Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls, deiliskipulagsbreyting, nýtt íbúðarsvæði

Málsnúmer 2013030067Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 12. júní 2013 með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013 í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni var auglýst aðalskipulagsbreyting "Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, íbúðarsvæði vestan Kjarnagötu".

Tvær umsagnir bárust frá:
1) Norðurorku, dags. 5. mars 2013. Bent er á að hugsanlega gæti komið til aukakostnaðar vegna fjarlægða frá tengingum við stofnlagnir sem muni lenda á byggingaraðilum. Einnig er bent á að á fyrirhuguðu byggingarsvæði eru lagnir sem hugsanlega þurfi að færa og mun sá kostnaður falla á þann er óskar breytinga. Óskað er eftir að sett verði kvöð á svæði núverandi lagna við Kjarnagötu.
2) Minjastofnun Íslands, dags. 7. mars 2013 sem gerir engar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.

Athugasemdir bárust frá:
1) Íbúum við Ásatún 6-8, dags. 18. apríl 2013 ásamt nafnalista með 29 nöfnum.
2) Hamratúni 4-6 húsfélagi, dags. 24. júlí 2013.
3) Reykjaprenti ehf., dags. 24. júlí 2013.
4) Kanon arkitektum, dags. 8. júlí 2013.

Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "DSK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "DSK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013". Tekið er tillit til e. liðar athugasemdar nr. 4.
Meirihluti skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista ítrekar fyrri bókanir og greiðir atkvæði á móti tillögunni.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 3 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmarsdóttur V-lista og Önnu Hildar Guðmundsdóttur A-lista.

6.Hálönd - frístundabyggð, 2. áfangi - lýsing deiliskipulags

Málsnúmer 2013080065Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Erindi dags. 7. ágúst 2013 frá Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf, f.h. SS-Byggis þar sem hann óskar eftir heimild til að deiliskipuleggja svæði í landi Hlíðarenda/Hálönd sem samkvæmt aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er merkt 1.43.7F og er skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð.
Deiliskipulagið er framhald af gildandi deiliskipulagi svæðisins og er 2. áfangi þess.
Einnig er lögð fram skipulagslýsing dags. 12. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir að lýsingin fái viðeigandi meðhöndlun skipulagsyfirvalda og verði kynnt í framhaldinu sbr. 40. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Halldór Jóhannsson mætti á fundinn og kynnti málið ásamt Helga Eyþórssyni frá SS-Byggi.
Skipulagsnefnd þakkar kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að landeiganda verði heimilað að vinna deiliskipulag fyrir 2. áfanga Hálanda og að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

7.Austursíða, athafnasvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2012110215Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 12. júní 2013 með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013 í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun.
Umsagnir um skipulagslýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun og Norðurorku.
Beiðni um umsögn um deiliskipulagstillöguna var send til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Isavia ohf og Vegagerðinnar. Umsagnir hafa ekki borist.
Ein athugasemd barst frá Stefáni Jóhannessyni, Aðalstræti 30.
a) Óskað er eftir að búseta verði leyfð í iðnaðarhverfinu þar sem aðstaða leyfir.
b) Gerð er athugasemd við að gámasvæði séu staðsett innan lóðar en slíkt fækkar bílastæðum innan lóða.
c) Mótmælt er að kostnaður vegna girðingar skuli allur lenda á lóðarhöfum. Hann telur að Akureyrarbær eigi að bera kostnað vegna þessa þar sem ekki var gerð krafa um girðingu við úthlutun lóðanna á sínum tíma.
Svör við athugasemdum:
a) Samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er búseta ekki heimiluð á athafnasvæðum.
b) Eitt af meginverkefnum deiliskipulagsins var að koma böndum á fjölda og staðsetningar gáma innan lóða en þeir eru fjölmargir á svæðinu. Þess vegna eru ákvæði um fjölda þeirra og staðsetningar sýndar á uppdrætti. Bent er þó á að lóðareigendum er í sjálfsvald sett hvort þeir nýti þau svæði undir gáma eða sem bílastæði.
c) Skipulagsnefnd fellst á að fella út kvöð um girðingu en hvetur þó eigendur til að virða lóðarmörk.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

8.Gata sólarinnar - deiliskipulag

Málsnúmer 2013060226Vakta málsnúmer

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundasvæðis við Kjarnaskóg, Götu ljósanna, Götu mánans og Götu sólarinnar, dags. 14. ágúst 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. Gert er ráð fyrir að eldra deiliskipulag falli úr gildi.
Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa breytingu á aðalskipulagi svæðisins þann 4. júlí 2013.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Fundi slitið - kl. 10:50.