Eyþing - heimild fyrir yfirdráttarláni vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 2013070128

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3376. fundur - 08.08.2013

Erindi dags. 25. júlí 2013 frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings þar sem hann óskar eftir heimild aðildarsveitarfélaga Eyþings til stjórnar Eyþings til að taka yfirdráttarlán að upphæð allt að 10 mkr. Óskað er eftir að svar berist Eyþingi ekki síðar en 20. ágúst nk.

Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til svör frá innanríkisráðuneytinu liggja fyrir.

Bæjarráð - 3377. fundur - 22.08.2013

Tekinn fyrir að nýju 4. liður í fundargerð bæjarráðs 8. ágúst 2013 sem ráðið frestaði afgreiðslu á:
Erindi dags. 25. júlí 2013 frá Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra Eyþings þar sem hann óskar eftir heimild aðildarsveitarfélaga Eyþings til stjórnar Eyþings til að taka yfirdráttarlán að upphæð allt að 10 mkr.

Bæjarráð frestað afgreiðslu þar sem enn liggja ekki fyrir svör frá innanríkisráðuneytinu.

Bæjarráð - 3378. fundur - 29.08.2013

Umræður um almenningssamgöngur á Norðausturlandi.

Bæjarstjórn - 3343. fundur - 17.09.2013

Umræður um almenningssamgöngur á starfssvæði Eyþings.