Starfsmannamál - þróunarstjóri

Málsnúmer 2013050072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3368. fundur - 16.05.2013

Bæjarstjóri lagði fram tillögu að nýju tímabundnu starfi þróunarstjóra starfsmannamála ásamt tillögu að starfslýsingu.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með 4 atkvæðum gegn atkvæði Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista.

 

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir óskar bókað:

Fulltrúi Vinstri hreyfingar græns framboðs hefur fullan skilning á því að leysa þurfi flókin starfsmannamál innan bæjarkerfisins en í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs get ég ekki samþykkt að þenja út embættismannakerfi bæjarins að svo stöddu. Þá fer það alfarið gegn markmiðum bæjarstjórnar um opnari stjórnsýslu og faglegri vinnubrögð að auglýsa ekki nýjar stöður í æðstu stjórnlögum starfsmanna bæjarins. Þessi vinnubrögð fara gegn sannfæringu minni um bætta starfshætti við stjórnsýslu bæjarins og þess vegna get ég ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu. Að lokum minni ég á að í stefnuskrá L-listans var bæjarbúum lofað að "Öll störf hjá bænum verða auglýst" og þar er einnig sett fram markmiðið "Hagræðum í stjórnkerfi bæjarins með það að markmiði að einfalda yfirstjórnina." Það veldur því vonbrigðum að horfið hafi verið frá þessum ágætu og faglegu markmiðum meirihlutans.

 

Fulltrúar L-lista óska bókað:

Fulltrúar L-lista benda á að um tímabundna ráðningu er að ræða og gengur hún því hvorki gegn reglum sveitarfélagsins né stefnu L-listans.