Menningarsjóður 2024 - styrkumsóknir

Málsnúmer 2024020195

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3837. fundur - 08.02.2024

Farið yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar 2024 og lagðar fram til umræðu tillögur um afgreiðslu þeirra. Alls bárust 50 umsóknir um verkefnastyrki, 9 umsóknir um samningsbundna styrki og 1 umsókn um sumarstyrki ungs listafólks. Alls var sótt um styrki að upphæð kr. 24.650.000 og lagt til að veita styrki að upphæð kr. 9.825.000.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Hilda Jana Gísladóttir S-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt samhljóða atkvæðum.

Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur.