Vinabæir og erlend samskipti - 2022-2026

Málsnúmer 2022010136

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3787. fundur - 10.11.2022

Umræða um vinabæjarsamstarf við Múrmansk og aðild Akureyrarbæjar að Northern Forum.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð fordæmir innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær slíti vinabæjarsamstarfi við Múrmansk og jafnframt að Akureyrarbær segi sig úr samtökunum Northern Forum, sem er að stórum hluta samtök sveitarfélaga í Rússlandi.

Bæjarráð vísar tillögunum til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3519. fundur - 15.11.2022

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. nóvember 2022:

Umræða um vinabæjarsamstarf við Múrmansk og aðild Akureyrarbæjar að Northern Forum.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð fordæmir innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og leggur til við bæjarstjórn að Akureyrarbær slíti vinabæjarsamstarfi við Múrmansk og jafnframt að Akureyrarbær segi sig úr samtökunum Northern Forum, sem er að stórum hluta samtök sveitarfélaga í Rússlandi.

Bæjarráð vísar tillögunum til umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að taka undir bókun bæjarráðs, sem fordæmir innrás rússneskra stjórnvalda í Úkraínu og samþykkir þess vegna að slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Akureyrarbær segi sig úr samtökunum Northern Forum.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda tilkynningar þess efnis.

Bæjarráð - 3821. fundur - 05.10.2023

Lögð fram drög að samkomulagi um vinasamband við borgina Martin í Slóvakíu sem felur í sér aukin samskipti og samstarf á tilteknum sviðum.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið með fjórum atkvæðum og felur formanni bæjarráðs að undirrita það.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.