Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 2023100026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3821. fundur - 05.10.2023

Erindi dagsett 29. september 2023 frá innviðaráðuneytinu þar sem athygli er vakin á leiðbeiningum um mótun stefnu um þjónustustig sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að kortleggja þjónustu bæjarins í Hrísey og Grímsey og vinna drög að stefnu um þjónustustig í eyjunum fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir. Stefnan skal lögð fyrir bæjarráð að höfðu samráði við hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar.