Eignakaup vegna skipulags 2023

Málsnúmer 2023090513

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3819. fundur - 14.09.2023

Rætt um kaup á fasteign og landi vegna skipulags.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3821. fundur - 05.10.2023

Lagt fram kauptilboð vegna eignarinnar Naust 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í eignina Naust 2 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá kaupunum.

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Lagt fram til samþykktar kauptilboð í eignina Jötunfell.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð í eignina Jötunfell og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá kaupunum. Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins.