Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2022-2026

Málsnúmer 2023030583

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 37. fundur - 05.04.2023

Rætt var um frestun bæjarstjórnarfundarins og líklega dagsetningu fyrir nýjan fund. Flestir fulltrúanna voru ánægðir með að fundinum hafi verið frestað, öll gerðu sér grein fyrir mikilvægi fundarins og að mæta vel undirbúin til leiks. Farið var yfir helstu niðurstöður frá Stórþinginu og þær settar í samhengi við undirbúning fyrir fundinn, t.d. varðandi ræður og önnur málefni sem Ungmennaráðið vill vekja athygli á eða fá svör við á bæjarstjórnarfundinum. Karen sýndi þeim vinnuskjal með niðurstöðunum og ætlar að deila því með þeim.

Ungmennaráð - 38. fundur - 03.05.2023

Áframhald af umræðum í undirbúningi fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins og ákveðið hvaða dagsetning væri hentugust, 9. maí varð fyrir valinu þrátt fyrir að fyrirséð væri að tveir fulltrúar kæmust ekki.

Bæjarráð - 3809. fundur - 17.05.2023

Lögð fram til umræðu fundargerð bæjarstjórnarfundar unga fólksins dagsett 9. maí 2023.
Bæjarráð vísar liðum 1, 2, 3 og 5 til fræðslu- og lýðheilsuráðs og lið 4 til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Ungmennaráð - 47. fundur - 07.02.2024

Fyrsti undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins. Dagsetning var ákveðin, 21. mars nk., fulltrúar ræddu um tillögur að málefnum og ákveðið var að Felix yrði í hlutverki fundarstjóra, þ.e. forseti bæjarstjórnar.

Rætt var um mikilvægi þess að fylgja málum eftir og ganga úr skugga um að þau færu í réttan farveg.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Staðan tekin varðandi undirbúning fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins þann 21. mars. Nokkrar flottar hugmyndir komu fram og rætt var um ýmsa möguleika, allt á réttri leið.