Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2023

Málsnúmer 2023010813

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3795. fundur - 26.01.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 159. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 12. janúar 2023.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur hverfisráðs varðandi almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE og leggur áherslu á að við endurskoðun á akstursáætlun og tímatöflum verði horft til þess að tengja betur Hrísey og Grímsey við leiðakerfið.

Bæjarráð - 3798. fundur - 16.02.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 160. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 10. febrúar 2023.
Bæjarráð vísar lið 1 í fundargerðinni, varðandi nýframkvæmdir umhverfismála og ráðstöfun framkvæmdafjár 2023, til umhverfis- og mannvirkjasviðs

Bæjarráð - 3806. fundur - 24.04.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 161. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 13. apríl 2023.
Bæjarráð vísar dagskrárliðum 1 og 3, varðandi staðsetningu á hundasvæði, umsjón með öskudagstunnu og framkvæmdir við sjósundstiga, til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð - 3807. fundur - 04.05.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 25. apríl 2023 ásamt skýrslu ráðsins fyrir liðið starfsár.

Á aðalfundinum voru kjörin í hverfisráð Ingólfur Sigfússon, Júlía Mist Almarsdóttir og Narfi Freyr Narfason og til vara Gestur Leó Gíslason, Linda María Ásgeirsdóttir og Kristinn Frímann Árnason.
Bæjarráð þakkar fráfarandi hverfisráði fyrir vel unnin störf og óskar nýju hverfisráði velfarnaðar.

Bæjarráð - 3809. fundur - 17.05.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 163. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 2. maí 2023.
Bæjarráð vísar lið 5.a, varðandi vorheimsókn, til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Bæjarráð - 3814. fundur - 13.07.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 164. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 29. júní 2023.
Bæjarráð vísar lið 1, umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Austurveg 15-21, til skipulagsráðs.

Bæjarráð - 3817. fundur - 01.09.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 165. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 21. ágúst 2023.
Bæjarráð vísar lið 3, um lausar lóðir, til þjónustu- og skipulagssviðs.

Bæjarráð samþykkir að taka aftur upp það fyrirkomulag að bæjarfulltrúar skiptist á að sitja eða tengjast rafrænt fundum hverfisráða Hríseyjar og Grímseyjar.

Bæjarráð - 3831. fundur - 14.12.2023

Lögð fram til kynningar fundargerð 166. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 7. desember 2023.
Bæjarráð vísar liðum 3 og 4 til umhverfis- og mannvirkjaráðs og lið 5 til skipulagsráðs.