Ferðamálafélag Hríseyjar - samstarfssamningur 2023

Málsnúmer 2023030238

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3801. fundur - 09.03.2023

Erindi dagsett 6. mars 2023 frá Ferðamálafélagi Hríseyjar þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Akureyrarbæjar og félagsins en þriggja ára samningur rann út í lok árs 2022. Helstu verkefni samningsins eru rekstur upplýsingamiðstöðvar í húsi Hákarla Jörundar, umsjón með Minjasafninu Holti og almenningssalernum í eyjunni. Framlag Akureyrarbæjar til verkefnanna var kr. 780.000 og óskar félagið eftir að það hækki í kr. 1.200.000 á næsta þriggja ára samningstímabili.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að útbúa drög að samningi við Ferðamálafélag Hríseyjar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3803. fundur - 23.03.2023

Lögð fram drög að þriggja ára samstarfssamningi Akureyrarbæjar og Ferðamálafélags Hríseyjar.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.