Menningarfélag Akureyrar - beiðni um viðbótarframlag

Málsnúmer 2023030235

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3801. fundur - 09.03.2023

Lagt fram erindi dagsett 3. mars 2023 þar sem Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri f.h. Menningarfélags Akureyrar óskar eftir viðbótarframlagi að fjárhæð kr. 4.000.000 svo framlengja megi sýningartímabil söngleiksins Chicago.

Eva Hrund Einarsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita Menningarfélagi Akureyrar viðbótarframlag að fjárhæð kr. 3.000.000 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Hlynur Jóhannsson situr hjá.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óskar bókað:

Ég fagna því að bæjarráð veiti viðbótarframlag til Menningarfélags Akureyrar. Mér finnst þó miður að ekki hafi verið hægt að verða við ósk Menningarfélags Akureyrar um viðbótarframlag að upphæð kr. 4.000.000, en beiðnin var vel rökstudd og forsendur hennar skýrar.