Samstarfssamningur um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

Málsnúmer 2022110134

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3787. fundur - 10.11.2022

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi sveitarfélaga sem standa að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn, en leggur til eina breytingu þess efnis að heilbrigðisnefnd boði árlega til sameiginlegs fundar með þeim sveitarfélögum sem standa að heilbrigðiseftirlitinu.

Bæjarstjórn - 3519. fundur - 15.11.2022

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. nóvember 2022:

Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi sveitarfélaga sem standa að Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn, en leggur til eina breytingu þess efnis að heilbrigðisnefnd boði árlega til sameiginlegs fundar með þeim sveitarfélögum sem standa að heilbrigðiseftirlitinu.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið. Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum samstarfssamninginn og tekur undir tillögu bæjarráðs, þess efnis að heilbrigðisnefnd boði árlega til sameiginlegs fundar með þeim sveitarfélögum sem standa að heilbrigðiseftirlitinu.

Bæjarráð - 3801. fundur - 09.03.2023

Lagður fram til umfjöllunar og samþykktar uppfærður samstarfssamningur sveitarfélaga um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3526. fundur - 21.03.2023

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. mars 2023:

Lagður fram til umfjöllunar og samþykktar uppfærður samstarfssamningur sveitarfélaga um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Bæjarráð samþykkir samstarfssamninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti. Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagðan samstarfssamning um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.


Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Mikilvægt er að sem fyrst verði komið á sameiginlegum fundi með umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og í framhaldinu verði tekið upp samtal við nágrannasveitarfélögin um sameiginlegar áskoranir og mögulegar lausnir.