Strandgata 3 - BSO

Málsnúmer 2023030215

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3801. fundur - 09.03.2023

Lagt fram erindi dagsett 1. mars 2023 þar sem stjórnendur BSO óska eftir framlengingu á stöðuleyfi leigubílastöðvar við Strandgötu.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Nú liggur fyrir að undirbúningur er hafinn við úthlutun á byggingarlóð á þessu svæði og í því ljósi getur bæjarráð ekki framlengt stöðuleyfi nema til þess tíma er framkvæmdir geta hafist. Bæjarráð samþykkir því að framlengja stöðuleyfi leigubílastöðvar til 1. febrúar 2024 og felur bæjarstjóra að ræða við stjórnendur BSO.

Hilda Jana Gísladóttir situr hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er miður að Akureyrarbær sé enn ekki búinn að ljúka þeim undirbúningi sem þarf til að hefja uppbyggingu og bæta aðgengi og umferðaröryggi á svæðinu.

Bæjarráð - 3831. fundur - 14.12.2023

Lagt fram erindi dagsett 4. desember 2023 þar sem stjórnendur BSO óska eftir framlengingu á stöðuleyfi leigubílastöðvar við Strandgötu.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir að stjórn BSO mæti á fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3832. fundur - 21.12.2023

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14. desember 2023:

Lagt fram erindi dagsett 4. desember 2023 þar sem stjórnendur BSO óska eftir framlengingu á stöðuleyfi leigubílastöðvar við Strandgötu.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir að stjórn BSO mæti á fund bæjarráðs.

Smári Ólafsson, Gylfi Ásmundsson og Sveinbjörn Egilson stjórnarmenn BSO sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2023 fól meirihluti ráðsins skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að auglýsingu lóða við Hofsbót 1 og 3. Í kjölfarið hófst samráð við m.a. Vegagerðina sem varð til þess að gerð var minniháttar breyting á lóðum við Hofsbót og Skipagötu sem liggja samsíða Glerárgötu. Á fundi skipulagsráðs 13. desember 2023 fól skipulagsráð skipulagsfulltrúa að undirbúa gerð útboðsskilmála og kynna áformin jafnframt fyrir umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku. Það er því ljóst að lóðir við Hofsbót 1 og 3 verða auglýstar á næsta ári. Bæjarráð samþykkir að veita BSO lengri frest að fara af svæðinu. Ef tilboð berst í Hofsbót 1 sem bæjarráð samþykkir þarf BSO að fara með starfsemi sína og húsakost með sex mánaða fyrirvara.