Bæjarráð

3711. fundur 07. janúar 2021 kl. 08:15 - 10:25 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Staða skipasmíðaiðnaðar

Málsnúmer 2021010018Vakta málsnúmer

Eiríkur Jóhannsson framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri mætti á fund bæjarráðs og ræddi stöðu og framtíð skipasmíðaiðnaðar hérlendis.

Bæjarfulltrúarnir Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Eiríki fyrir komuna á fundinn. Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra að óska eftir fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um málið.

2.Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

Málsnúmer 2020110775Vakta málsnúmer

Umfjöllun um tillögur um fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar hjá starfsfólki í dagvinnu hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir hér með niðurstöður samtals um skipulag vinnutíma dagvinnufólks hjá eftirtöldum:

Brekkuskóli

Ferliþjónusta SVA

Glerárskóli

Hulduheimar

Iðavöllur

Krógaból

Lundarsel

Naustaskóli

Oddeyrarskóli

Pálmholt

Slökkvilið Akureyrar

Tónlistarskóli

Víðilundur

3.Minnisblað vegna aðildar starfsmanna Minjasafnsins að Brú, lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga

Málsnúmer 2020100361Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 1. október 2020:

Minnisblað dagsett 5. október 2020 frá starfsmönnum Minjasafnsins þar sem vakin er athygli á hugsanlegri kjaraskerðingu sem starfsmenn kunna að verða fyrir við þá breytingu að Minjasafnið sjálft sjái um launagreiðslur en ekki Akureyrarbær.

Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins sat fundinn undir þessum lið.

Haraldur gerði grein fyrir rekstrarstöðu safnsins í ljósi COVID-19.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Haraldi fyrir komuna á fundinn og vísar erindinu um lífeyrissjóðsmálið til bæjarráðs.

Svarbréf Brúar barst 18. desember sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við forsvarsmenn Minjasafnsins.

4.Stafrænt ráð - tillögur til sveitarfélaga

Málsnúmer 2021010019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. desember 2020 þar sem Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar f.h. stafræns ráðs sveitarfélaga óskar eftir formlegri afgreiðslu eftirfarandi tillagna:

1. Að stofnað verði miðlægt tækniteymi Sambands íslenskra sveitarfélaga (árlegur kostnaður 45 milljónir kr.) sem sinna mun innleiðingu rafrænna lausna, gagnauppbyggingu og tengingu gagna gagnvart öllum sveitarfélögum landsins.

2. Að sveitarfélög greiði fjárhæð sem er 200.000 kr. föst fjárhæð og svo m.v. íbúafjölda sem skipti framangreindri fjárhæð 45 milljónum kr. milli sveitarfélaganna.

3. Að formlegt samþykktarferli verði fyrir sveitarfélög á vali á forgangsverkefnum notað einu sinni til tvisvar á ári.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir ofangreindar tillögur með fimm samhljóða atkvæðum.

5.Regluvörður hjá Akureyrarbæ - staðgengill

Málsnúmer 2017060121Vakta málsnúmer

Skipun staðgengils regluvarðar hjá Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð skipar Kristínu Baldvinsdóttur verkefnastjóra á fjársýslusviði sem staðgengil regluvarðar.

6.Slökkviliðið - tímabundin fjölgun vegna COVID-19

Málsnúmer 2020030672Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 11. desember 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 10. desember 2020 varðandi hækkun launakostnaðar vegna Covid-19.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að fjárhæð kr. 20 milljónir vegna aukins launakostnaðar á auka dagvöktum í tengslum við covid. Minnisblað þess efnis var lagt fram í maí 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs.

7.Viðbragðsáætlanir Akureyrarbæjar vegna COVID-19

Málsnúmer 2020030378Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 16. desember 2020:

Lögð fram tillaga um að gildistími sundkorta verði framlengdur um þann tíma sem lokað hefur verið vegna COVID-19 sem eru 40 dagar.

Frístundaráð samþykkir að beina því til bæjarráðs að gildistími sundkorta í Sundlaugum Akureyrar verði framlengdur um þann tíma sem laugarnar hafa verið lokaðar vegna COVID-19 núna á haustmánuðum sem eru 40 dagar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu frístundaráðs.

8.Súlur Björgunarsveit Akureyri - samningur 2020-2021

Málsnúmer 2021010043Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur um styrk Akureyrarbæjar til reksturs Súlna á árunum 2020-2021.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

9.Sérstakur húsnæðisstuðningur - lokaskýrsla um tilraunaverkefni

Málsnúmer 2020120480Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. desember 2020 frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til tillögu um eitt opinbert stuðningskerfi við leigjendur. Meðfylgjandi er lokaskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðissstuðning.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir afstöðu velferðarráðs og velferðarsviðs til tillögunnar.

10.Markaðsstofa Norðurlands - áskorun til sveitarfélaga vegna skíðasvæða

Málsnúmer 2020120494Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. desember 2020 frá stjórn Markaðsstofu Norðurlands þar sem skorað er á sveitarfélög að styðja vel við rekstur skíðasvæða þar sem þau gegni mikilvægu hlutverki í vetrarferðaþjónustu.

11.Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál

Málsnúmer 2020120471Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html

12.Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál

Málsnúmer 2020120472Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0441.html

13.Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál

Málsnúmer 2020120473Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0442.html

14.Frumvarp til kosningalaga, 339. mál

Málsnúmer 2020120510Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. desember 2020 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til kosningalaga, 339. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0401.html

Hægt er að sækja um frest til að senda inn umsögn ef þörf krefur.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar kjörstjórnar Akureyrarbæjar.

15.Frumvarp til laga um græna atvinnubyltingu, 360. mál

Málsnúmer 2020120528Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. desember 2020 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um græna atvinnubyltingu, 360. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0452.html

16.Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa COVID-19 á sveitarfélög

Málsnúmer 2020121422Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa COVID-19 á sveitarfélög sem hafa verið birt í Samráðsgátt.

Umsagnarfrestur er til 7. janúar 2021.

Drögin má finna á slóðinni: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2868

Fundi slitið - kl. 10:25.