Frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál

Málsnúmer 2020120472

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3711. fundur - 07.01.2021

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0441.html

Velferðarráð - 1331. fundur - 13.01.2021

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál 2020.

Bæjarráð - 3713. fundur - 21.01.2021

Kynnt drög að umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn með fimm samhljóða atkvæðum. Bæjarráð vekur sérstaklega athygli á athugasemd við fyrirhugaða gjaldtöku sem getur ýtt undir hættu á að ójafnræði skapist milli íbúa landsins til þjónustunnar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 14. fundur - 26.01.2021

Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um Barna- og fjölskyldustofu og umsögn frá Akureyrarbæ um frumvarpið.
Samráðshópurinn þakkar kynninguna og tekur undir þau atriði sem koma fram í umsögn Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1332. fundur - 03.02.2021

Lögð fram til kynningar umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu.