Slökkviliðið - tímabundin fjölgun v. COVID-19

Málsnúmer 2020030672

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 75. fundur - 27.03.2020

Kynning á aðgerðum Slökkviliðs Akureyrar í ljósi COVID-19.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og styður þær aðgerðir sem slökkviliðsstjóri hefur gripið til með tímabundinni fjölgun starfsmanna vegna COVID-19.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 77. fundur - 08.05.2020

Minnisblað dagsett 23. mars 2020 varðandi starfsemi slökkviliðsins vegna fyrstu mánuða ársins og fyrir sumarið 2020.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í leið B vegna sumarsins og rúmast það innan áætlunar eins og staðan er í dag.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir við bæjarráð viðauka upp á kr. 10.600.000 vegna aðgerða sem farið var í vegna COVID-19. Færist það inn á rekstur: 1000 - 1072110 - 51110 og er því dreift frá mars til september.

Bæjarráð - 3684. fundur - 20.05.2020

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 8. maí 2020:

Minnisblað dagsett 23. mars 2020 varðandi starfsemi slökkviliðsins vegna fyrstu mánuða ársins og fyrir sumarið 2020.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í leið B vegna sumarsins og rúmast það innan áætlunar eins og staðan er í dag.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir við bæjarráð viðauka upp á kr. 10.600.000 vegna aðgerða sem farið var í vegna COVID-19. Færist það inn á rekstur: 1000 - 1072110 - 51110 og er því dreift frá mars til september.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 91. fundur - 11.12.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 10. desember 2020 varðandi hækkun launakostnaðar vegna Covid-19.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að fjárhæð kr. 20 milljónir vegna aukins launakostnaðar á auka dagvöktum í tengslum við covid. Minnisblað þess efnis var lagt fram í maí 2020.

Bæjarráð - 3711. fundur - 07.01.2021

Liður 1 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 11. desember 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 10. desember 2020 varðandi hækkun launakostnaðar vegna Covid-19.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að fjárhæð kr. 20 milljónir vegna aukins launakostnaðar á auka dagvöktum í tengslum við covid. Minnisblað þess efnis var lagt fram í maí 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs.