Frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál

Málsnúmer 2020120471

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3711. fundur - 07.01.2021

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html

Velferðarráð - 1331. fundur - 13.01.2021

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 17. desember 2020 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál 2020.

Bæjarráð - 3713. fundur - 21.01.2021

Kynnt drög að umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn með fimm samhljóða atkvæðum. Bæjarráð fagnar framkomnu frumvarpi og þeim metnaðarfullu markmiðum sem þar eru sett um samþætta þjónustu án hindrana fyrir börn og foreldra en leggur áherslu á þær athugasemdir sem koma fram í umsögn bæjarins, ekki síst þær sem snúa að fjármögnun og innleiðingu.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 14. fundur - 26.01.2021

Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu velsældar barna og umsögn Akureyrarbæjar um frumvarpið.
Samráðshópurinn þakkar kynninguna og tekur undir þau atriði sem koma fram í umsögn Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1332. fundur - 03.02.2021

Lögð fram til kynningar umsögn Akureyrarbæjar vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Ungmennaráð - 14. fundur - 11.02.2021

Lagt fram til kynningar.
Ungmennaráð fór yfir frumvarpið og hefur kynnt sér innihald þess.