Sérstakur húsnæðisstuðningur - lokaskýrsla um tilraunaverkefni

Málsnúmer 2020120480

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3711. fundur - 07.01.2021

Erindi dagsett 17. desember 2020 frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til tillögu um eitt opinbert stuðningskerfi við leigjendur. Meðfylgjandi er lokaskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðissstuðning.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir afstöðu velferðarráðs og velferðarsviðs til tillögunnar.

Velferðarráð - 1331. fundur - 13.01.2021

Lögð fram lokaskýrsla frá Umhverfis og mannvirkjastofnun um sérstakan húsnæðisstuðning.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.