Minnisblað vegna aðildar starfsmanna Minjasafnsins að Brú, lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga

Málsnúmer 2020100361

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 306. fundur - 15.10.2020

Minnisblað dagsett 5. október 2020 frá starfsmönnum Minjasafnsins þar sem vakin er athygli á hugsanlegri kjaraskerðingu sem starfsmenn kunna að verða fyrir við þá breytingu að Minjasafnið sjálft sjái um launagreiðslur en ekki Akureyrarbær.

Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins sat fundinn undir þessum lið.

Haraldur gerði grein fyrir rekstrarstöðu safnsins í ljósi COVID-19.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Haraldi fyrir komuna á fundinn og vísar erindinu um lífeyrissjóðsmálið til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3711. fundur - 07.01.2021

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 1. október 2020:

Minnisblað dagsett 5. október 2020 frá starfsmönnum Minjasafnsins þar sem vakin er athygli á hugsanlegri kjaraskerðingu sem starfsmenn kunna að verða fyrir við þá breytingu að Minjasafnið sjálft sjái um launagreiðslur en ekki Akureyrarbær.

Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins sat fundinn undir þessum lið.

Haraldur gerði grein fyrir rekstrarstöðu safnsins í ljósi COVID-19.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Haraldi fyrir komuna á fundinn og vísar erindinu um lífeyrissjóðsmálið til bæjarráðs.

Svarbréf Brúar barst 18. desember sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við forsvarsmenn Minjasafnsins.