Aðgerðaráætlun - skógarkerfill, slaskalúpína og bjarnarkló

Málsnúmer 2019060103

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57. fundur - 07.06.2019

Lögð fram aðgerðaráætlun um heftingu á útbreiðslu skógarkerfils og alaskalúpínu á Akureyri og í Hrísey og eyðingu bjarnarklóar á Akureyri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir aðgerðaráætlunina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 79. fundur - 05.06.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júní 2020 varðandi heftingu útbreiðslu á ágengum plöntum í bæjarlandinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.000.000.

Bæjarráð - 3688. fundur - 18.06.2020

Liður 14 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. júní 2020:

Lagt fram minnisblað dagsett 3. júní 2020 varðandi heftingu útbreiðslu á ágengum plöntum í bæjarlandinu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.000.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.