Jaðar - umhverfismat á svæðinu

Málsnúmer 2018010445

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 26. fundur - 02.02.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 31. janúar 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í umhverfismat á svæðinu og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 76. fundur - 17.04.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 15. apríl 2020 varðandi moldarlosun á Jaðri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að Akureyrarbær sjái um rekstur á moldarlosunarsvæðinu og felur ráðið umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram í samráði við golfklúbbinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 78. fundur - 15.05.2020

Minnisblöð dagsett 11. maí 2020 lögð fyrir ráðið varðandi umgengnisreglur, gjaldskrá og samning um moldarlosunarsvæði að Jaðri.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir drögin að umgengnisreglum og gjaldskrá með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram. Gjaldskrá taki gildi 1. ágúst 2020. Ráðið leggur áherslu á að aðstaða til losunar í Réttarhvammi verði bætt fyrir minni losanir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 79. fundur - 05.06.2020

Drög að samningi og verklagi vegna moldarlosunarsvæðis að Jaðri lögð fyrir ráðið.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og með fyrirvara um að fjármagn í verkefnið fáist samþykkt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20.000.000.

Bæjarráð - 3688. fundur - 18.06.2020

Liður 11 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 5. júní 2020:

Drög að samningi og verklagi vegna moldarlosunarsvæðis að Jaðri lögð fyrir ráðið.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og með fyrirvara um að fjármagn í verkefnið fáist samþykkt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20.000.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfis- og mannvirkjaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 91. fundur - 11.12.2020

Lögð fram drög að samningi varðandi hluta rekstrar á moldarlosunarsvæði Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfisdeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum.